Fyrri verkefni

banner
banner
banner
about
Tilbúin tæknilausn

Útboð á afritunarlausn Landspítala

Landspítali þurfti að endurnýja afritunarþjónustu í gegnum útboð í byrjun árs 2023. Peritus aðstoðaði Landspítalann við ferlið og ný lausn var tekin í notkun á haustmánuðum sama ár. Innri afritunarkröfur og gagnaöryggiskröfur voru notaðar sem viðmið við smíði þarfagreiningar ásamt því að leggja áherslu á minnkun rekstarkostnaðar og aukið öryggi gagna.

about

Framkvæmd

  • Greining innri ferla
  • Þarfagreining
  • Tæknilýsing
  • Markaðskönnun
  • Útboðsferli
  • Val tilboða

Þar sem kerfið féll undir DPS samning Landspítala var örútboð eina útboðsleiðin sem var í boði. Örútboð eru meginstefnu til eins og lokað útboð þar sem aðilar samningsins eru þeir einu sem mega senda inn tilboð.

Haldin var markaðskynning til að tryggja að þeir aðilar sem gátu boðið upp á afritunarlausn gátu skráð sig undir DPS samninginn áður en formlegt ferli hófst.

Við tók smíði á lokaútgáfu tæknilýsingar og útboðsgagna til að tryggja að Landspítali fengi bestu lausnina sem uppfyllti kröfur og gæði. Með ítarlegri tæknilýsingu sem tengist beint við útboðsgögn er hægt að koma í veg fyrir allan aukakostnað við innleiðingu eða rekstur lausnarinnar í framtíðinni.