Blogg Færsla

banner
banner
banner
Blog post

Prompt Engineering: Lærðu að tala við gervigreindina

Hvað er eiginlega þetta "Prompt Engineering"? Það má segja að til hafi orðið glæný starfsgrein sem varð til stuttu eftir að gervigreindarfyrirtækið OpenAI opnaði nýja þjónustu sína - GPT-2.

Til dæmi sóttu 200 manns um eina stöðu sem Prompt Engineer hjá X vorið 2023. Og það var var bara fyrsta klukkutímann.

(samkvæmt Tölvuorðabók er "prompt" þýtt sem kvaðning, en ég held að öll geti verið sammála að Kvaðningarhönnun sé ekki beint þjált í notkun. Reyndar er "þjált" ekki heldur þjált í notkun) :)

Hvað er Spunagreind og Prompt?

Chat-GPT frá OpenAI er SpunaGreind, svokallað GenAI- Generative AI, og er ein af mörgum tegundum gervigreindar. Spunagreind er byggð á mállíkönum ((Large Language Model - LLM) sem eru þjálfuð á gríðarlegu magni gagna, oftast í formi texta og mynda. Mállíkön eru í grunnin stærðfræðimódel sem notast við líkindareikning og þannig veita svör sem byggja á líkindum hvernig ætti að svara spurningum notenda.

Prompt er í raun setning eða skipun sem veitir leiðbeiningar og leiðsögn um hvað spunagreindin á að gera eða svara. Hægt er að leggja fram einfaldar spurningar og fá stutt svör en tækifærin leynast í því að leggja fram flóknari fyrirspurnir sem skilgreinir og afmarkar betur það sem spunagreindin á að aðstoða með.

Prompt Engineering snýst um að búa til sértækar fyrirspurnir sem auka afköst og gæði svara spunagreindar til muna.

Þannig er til dæmis hægt að biðja spunagreindina að taka sér hlutverk sem sérfræðingur í hugbúnaðargerð, alltaf spyrja viðeigandi spurninga til að leysa fyrirspurnina og alltaf enda á spurningu um hvað eigi að gera næst. Þannig getur spunagreindin leitt mann í gegnum gerð á ákveðnum kóðabút, skref fyrir skref.

Viltu vita meira?

Peritus býður upp á vinnustofur, fyrirlestra og námskeið um Spunagreind fyrir starfsmenn fyrirtækja þar sem áhersla er á að kynna hvernig Spunagreind getur aðstoðað við að auka framleiðni og ánægju starfsmanna.