Framkvæmd
- Greining ferla
- Þarfagreining
- Tæknilýsing
- Markaðskönnun
- Útboðsferli
- Val tilboða
Náttúrhamfaratrygging Íslands (NTÍ) þurfti að uppfæra tjónakerfi sitt árið 2021 og fékk Peritus sér til liðs við að finna nýtt kerfi. Farið var í að greina ferla þáverandi kerfis sem og innri ferla stofnunarinnar til að geta betur séð hvaða gerð af lausn myndi henta. Ítarleg þarfagreining var gerð með sjálfvirkni og samþættingu í huga.
Til að greina hvort það væri tilbúin lausn á markaðinum var haldin markaðskynning þar sem farið var yfir þarfagreiningu og drög að tæknilýsingu.
Í framhaldi af markaðskynningu var ákveðið að óska eftir tilbúinni tæknilausn sem skyldi byggð á besta hlutfalli gæða og verðs.
Við tók smíði á lokaútgáfu tæknilýsingar og útboðsgagna til að tryggja að NTÍ fengi bestu lausnina sem uppfyllti kröfur og gæði. Með ítarlegri tæknilýsingu sem hluti útboðsgagna er hægt að koma í veg fyrir aukakostnað við innleiðingu eða rekstur lausnarinnar í framtíðinni. Reynslan sýnir að vel útfærð tæknilýsing í útboðsgögnum leiðir til þess að kaupandi fær betri lausn í samræmi við sínar þarfir.
Þannig er hægt er að byggja fyrirsjáanleika inn í útboð á tæknilegum kerfum.