Meðferð persónuupplýsinga
- Heim
- Meðferð persónuupplýsinga
Þessi persónuverndarstefna var samþykkt 31.október 2021
Almennar upplýsingar
Öll vinnsla persónuupplýsinga af hálfu Peritus er í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Peritus tryggir öryggi persónuupplýsinga, takmarkar vinnslu persónuupplýsinga eingöngu við það sem nauðsynleg er og safnar ekki persónuupplýsingum nema heimild standi til þess
Hér fyrir neðan er að finna samantekt um þær persónuupplýsingar sem Peritus vinnur með, tilgang vinnlu, varðveislu persónuupplýsinga, og réttindi hinna skráðu skv. lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga
Vinnsla persónuupplýsinga og tilgangur vinnslu
Peritus safnar upplýsingum um viðskiptavini sína þegar veitt er þjónustu til hins skráða skv. beiðni hans. Peritus vinnur eingöngu með þær persónuupplýsingar sem nauðsynlegar eru hverju sinni og með heimild fyrir slíkri vinnslu. Þær upplýsingar sem Peritus safnar eru nauðsynlegar til að geta efnt samningsskyldur sínar gagnvart viðskiptavinum sínum, á grundvelli lagaskyldu eða til að gæta lögmætra hagsmuna félagsins. Þær upplýsingar sem unnið er með eru Tengiliðaupplýsingar, t.d. nafn, tölvupóstur og símanúmer, samskipti við viðskiptavini og viðskiptasaga þeirra
Varðveisla persónuupplýsinga og öryggi þeirra
Peritus geymir ekki persónuupplýsingar lengur en nauðsynlegt er hverju sinni og hefur sett sér stefnu um varðveislu persónuupplýsinga. Peritus deilir ekki persónuupplýsingum með þriðja aðila án samþykkis nema Peritus sé skylt að gera slíkt á grundvelli lagaskyldu eða skv. endanlegum úrskurði. Peritus tryggir öryggi persónuupplýsinga með tæknilegum og skipulagslegum ráðstöfunum í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga
Réttindi skv. persónuverndarlögum
Hinn skráði á rétt á að afturkalla veitt samþykki, gera kröfu um að persónuupplýsingum um sig sé eytt, að fá persónuupplýsingar um sig leiðréttar, andmæla vinnslu persónuupplýsinga, flytja persónuupplýsingar til þriðju aðila og takmarka vinnslu persónuupplýsinga
Allar beiðnir skulu berast á netfangið peritus@peritus.is
Þess má geta að hinn skráði á ávallt rétt á að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd vegna meðferðar persónuupplýsinga hjá Peritus. Nánari upplýsingar má finna á vef Persónuverndar
Vefkökur
Peritus styðst við noktun vefkaka frá hýsingaraðila síðunar, Netlify.