Hafðu samband
Endilega Hafðu samband og við getum farið yfir hvernig Peritus getur aðstoðað þig.
Hafðu sambandÚtboð á tæknilausnum og hugbúnaðarkerfum eru oft fl ókin og tímafrek verkefni en það er vel hægt að tryggja að aðilar fái nákvæmlega bestu lausnina sem uppfyllir lagalegar kröfur opinberra aðila.
Hægt er að skipta tæknilegum útboðum opinberra aðila í tvo flokka:
Tilbúnar tæknilausnir eru þær tilbúnu lausnir sem hægt er að kaupa aðgang að og uppfylla kröfur fyrirtækja og stofnana. T.d. eru flest tölvupóstkerfi, skjalastjórnunarkerfi og símkerfi tilbúnar lausnir.
Sérsmíðuð hugbúnaðarkerfi eru þau kerfi sem fyrirtæki eða stofnun hefur látið smíða fyrir sig til að geta uppfyllt kröfur sem tilbúnar lausnir gátu ekki eða voru ekki til staðar.
Við fylgjum sérhannaðri aðferðarfræði til að tryggja að opinber útboð á sérsmíðuðum hugbúnaðarlausnum fari fram á sem bestan máta.
Greining á ferlum og kröfum, hönnun á tæknilegum ferlum, val á útboðsleið, gerð tæknilýsingar og útboðsgagna.
Útboðsferli og val á tilboðum.
Við fylgjum sérhannaðri aðferðarfræði til að tryggja að opinber útboð á tilbúnum lausnum fara fram á sem bestan máta.
Greining á ferlum og kröfum, markaðskönnun, val á útboðsleið, gerð tæknilýsingar og útboðsgagna.
Útboðsferli og val á tilboðum.
Við leggjum áherslu á vandaða ráðgjafaþjónustu fyrir viðskiptavini okkar. Hér eru nokkur ummæli viðskiptavina Peritus.
"Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTÍ) hófst handa í lok árs 2021 við að undirbúa ítarlega þarfagreiningu fyrir innleiðingu á nýrri tjónaskrá, sem halda mun utan um öll tjónamál frá A-Ö. Við fengum Lárus Hjartarson hjá Peritus til að vinna með stjórnendum og starfsfólki NTÍ að því að greina og skrásetja alla ferla sem koma við sögu í afgreiðslu mála.
Áhersla var lögð á að auka sjálfvirkni og samþættingu þeirra lausna sem NTÍ mun innleiða og þeirra lausna sem Island.is hefur verið að þróa og innleiða sem hluta af Stafrænu Íslandi. Nýja kerfið sækir gögn m.a. inn á X-road, vátryggingafélögin, HMS og bókhaldskerfið DK, þannig að handtökum við meðferð hvers máls fækkar umtalsvert.
Þrátt fyrir að gerð útboðsgagna hafi tekið talsverðan tíma, þá hefur sú vinna sem lögð var í þau svo sannarlega sýnt fram á hversu mikils virði það er að byggja á góðum grunni þegar innleiðing á upplýsingakerfum er annars vegar. Nú erum við komin langleiðina með innleiðingu á kerfinu og engin aukaverk hafa komið fram sem hafa í för með sér útgjaldaauka.
Ég mæli eindregið með Peritus til að tryggja fagmennsku og fyrirsjáanleika við útboð á upplýsingakerfum."
Hér má sjá fyrri verkefni Peritus á sviði opinbera útboða
Endilega Hafðu samband og við getum farið yfir hvernig Peritus getur aðstoðað þig.
Hafðu samband